þriðjudagur, 14. apríl 2009

Æskan er æði - tvennir tónleikar

Lúðrasveit Þorlákshafnar hefur frá áramótum unnið að verkefni þar sem nemendur Tónlistarskóla Árnesinga fá að njóta sín í einleiksverkum af ýmsum toga. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurlands og er eitt það viðamesta sem lúðrasveitin hefur ráðist í á 25 ára ferli sínum.

Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, meðal annars má nefna íslensk dægurlög, frumsamin lúðrasveitaverk og Czardas eftir Vittorio Monti. Frumflutt verða tvö verk eftir Róbert A. Darling, stjórnanda sveitarinnar sem heita Kvartaldarmars og Skrúðganga spákaupmannanna. Alls koma 13 nemendur tónlistarskólans fram á tónleikunum, ýmist einir eða í hópum, auk 75 ungmenna í barna- og unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Editar Molnár.

„Æskan er æði“ er yfirskrift tónleikanna sem verða haldnir bæði á Selfossi og í Þorlákshöfn sem hér segir:
  • Fimmtudaginn 23. apríl kl. 15:00 í Sunnulækjarskóla á Selfossi
  • Sunnudaginn 26. febrúar kl. 15:00 í Ráðhúsi Ölfuss

Engin ummæli: