miðvikudagur, 1. október 2008

Takk fyrir frábært landsmót

Við viljum þakka öllum þeim hljóðfæraleikurum og stjórnendum sem sóttu okkur heim síðastliðna helgi kærlega fyrir komuna. Allt gekk þetta með eindæmum vel og var ekki annað að sjá en fólk skemmti sér konunglega. Við vonum auðvitað, og erum sannfærð um, að landsmótið í Þorlákshöfn verði eftirminnilegt og á allra vörum þegar fram líða stundir. Þeir sem ekki tóku þátt verða víst að lifa með því og bæta úr þegar kemur að næsta landsmóti.

Til að halda stemningunni gangandi væri gaman ef þátttakendur sendu okkur myndir af landsmótinu (ludrasveitin@gmail.com). Eins má senda vefslóðir á myndir sem þegar eru komnar á netið. Þannig gætum við búið til skemmtilegan myndabanka á þessari síðu.