fimmtudagur, 24. mars 2011

Áblástur 2011


Lúðrasveit Þorlákshafnar og Lúðrasveit Reykjavíkur leiða saman lúðra sína og sameinast í 80 manna hljómsveit.

Saman munu þau halda tvenna tónleika: Í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 27. mars kl. 17 og í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar mánudaginn 28. mars kl. 20.

Verkin á efnisskránni eru:
OVERTURE JUBILOSO eftir Frank Erickson, HEBRIDES SUITE eftir Clare Grundman, RUSSIAN CHRISTMAS MUSIC og FIFTH SUITE FOR BAND eftir Alfred Reed, LA DANZA eftir Gioacchino Rossini og hin glæsilega svíta Gustav Holst, FIRST SUITE IN Eb. Öll þessi verk eru vel þekkt og skrifuð fyrir stóra blásarasveit.

Stjórnendur á tónleikunum eru Róbert A. Darling og Lárus Halldór Grímsson.

Aðgangseyrir 1.500 krónur

Engin ummæli: